Ítalski boltinn | Lyfjaeftirlitið á Ítalíu rannsakar de Vrij

Mynd: NordicPhotos/Getty

Lyfjaeftirlitið á Ítalíu rannsakar nú Stefan de Vrij, leikmann Lazio, en hann kvittaði ekki undir B-sýni sem skilaði sér eftir leik gegn Hellas Verona.

De Vrij, sem verður samningslaus í sumar, er afar eftirsóttur af stórliðum um allan heim en hann er nú til rannsóknar hjá ítalska lyfjaeftirlitinu.

De Vrij fór í lyfjapróf eftir leik Lazio gegn Hellas Verona en ekki eru til nein gögn um B-sýnið sem hann skrifaði aldrei undir.

Það skal þó taka það fram að de Vrij féll ekki á lyfjaprófinu heldur vantar gögn sem skiluðu sér aldrei til lyfjaeftirlitsins.

Deila