Ítalski boltinn | Lisandro Lopez á leið til Inter

Mynd: NordicPhotos/Getty

Argentínski varnarmaðurinn Lisandro Lopez er á leið til Internazionale á Ítalíu en fjölmargir miðlar greina frá þessu.

Lopez, sem er 28 ára gamall, er á mála hjá Benfica í Portúgal, en hann hefur verið í aukahlutverki hjá félaginu á tímabilinu,.

Inter, sem er í harðri toppbaráttu á Ítalíu, er að fá leikmanninn á láni frá Benfica út tímabilið með möguleika á því að kaupa hann.

Hann mun gangast undir læknisskoðun á mánudaginn og verður svo kynntur sem leikmaður félagsins en helstu miðlar á Ítalíu og Portúgal greina frá þessu.

Inter ætlar sér stóra hluti þetta tímabilið og mun liðið koma til með að styrkja sig frekar í þessum glugga.

Deila