Ítalski boltinn | ,,Jöfnuðum okkur aldrei eftir leikinn gegn Shakhtar“

Mynd: NordicPhotos/Getty

Marek Hamsik, lykilmaður Napoli á Ítalíu, var auðvitað vonsvikinn eftir 2:1 tap liðsins gegn Feyenoord í lokaleiknum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gær. Napoli er á leið í Evrópudeildina.

Napoli þurfti að treysta á það að Shakhtar myndi tapa fyrir Manchester City og þá þurfti ítalska liðið einnig að vinna sinn leik. Það lofaði góðu í byrjun leiks er Piotr Zielinski kom Napoli yfir en liðið glutraði niður forystunni og tapaði leiknum. Shakhtar vann þá City á sama tíma og liðið því dottið úr Meistaradeildinni.

Hamsik segir að Napoli hafi aldrei jafnað sig eftir leikinn gegn Shakhtar í Úkraínu.

,,Okkur vantaði meiri hraða og hreyfingu án bolta. Tapið gegn Shakhtar í Úkraínu flækti hlutina fyrir okkur og í raun náðum við aldrei að jafna okkur eftir það. Þetta er sorglegt en við þurfum að horfa fram á veginn,“ sagði Hamsik.

Deila