Ítalski boltinn | Inter vann borgarslaginn | Fyrsti sigur Genoa | Enn tapar Udinese

Mynd: NordicPhotos/Getty

Inter stóð uppi sem sigurvegari í borgarslagnum gegn Milan í áttundu umferð ítölsku A-deildarinnar, 3-2. Mauro Icardi var hetja Inter, en hann skoraði öll þrjú mörk heimamanna, það þriðja og síðasta úr vítaspyrnu á 90.mínútu. Inter er nú aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Napoli í deildinni og þremur stigum á undan Juventus og Lazio. Eftir tapið situr Milan í tíunda sæti deildarinnar og enn hitnar undir þjálfaranum, Vincenzo Montella.
Meðal annarra helstu tíðinda dagsins í ítalska boltanum má nefna að Genoa vann loksins leik, hafði sigur á Cagliari á Sardiníu 3-2 og þrautarganga Udinese virðist engan endi ætla að taka. Emil Hallfreðsson sat allan tímann á varamannabekknum í Flórens, þar sem Fiorentina hafði betur gegn Udinese 2-1. Cyril Théréau, sem gekk til liðs við Fiorentina frá Udinese á lokadegi félagaskipta, skoraði bæði mörk heimamanna. Samdoria komst aftur á sigurbraut með góðum heimasigri gegn Atalanta, 3-1.

Ítalska A-deildin | 8.umferð
Fiorentina 2-1 Udinese
1-0 Cyril Théréau 28.mín.
2-0 Cyril Théréau 57.mín.
2-1 Samir 72.mín.
Bologna 2-1 Spal
1-0 Andrea Poli 30.mín.
2-0 Bartosz Salamon (sjm) 49.mín.
2-1 Mirko Antenucci 88.mín.
Cagliari 2-3 Genoa
0-1 Andrey Galabinov 8.mín.
0-2 Adel Taarabt 35.mín.
1-2 Leonardo Pavoletti 48.mín.
1-3 Luca Rigoni 75.mín.
2-3 Joao Pedro 79.mín.
Crotone 2-2 Torino
1-0 Marcus Rohdén 25.mín.
1-1 Iago Falqué 53.mín.
2-1 Bruno Martella 64.mín.
2-2 Lorenzo De Silvestri 90.mín.
Sampdoria 3-1 Atalanta
0-1 Bryan Cristante 21.mín.
1-1 Duvan Zapata 56.mín.
2-1 Gianluca Caprari 59.mín.
3-1 Karol Linetty 68.mín.
Sassuolo 0-0 Chievo
Inter 3-2 Milan
1-0 Mauro Icardi 28.mín.
1-1 Suso 56.mín.
2-1 Mauro Icardi 63.mín.
2-2 Giacomo Bonaventura 81.mín.
3-2 Mauro Icardi (vsp) 90.mín.

Deila