Ítalski boltinn | Inter á toppinn | Perisic skoraði þrennu | Fyrstu stig Benevento | Lazio heldur í við toppliðin

Mynd: NordicPhotos/Getty

Inter er komið á topp Serie A á Ítalíu eftir 5-0 sigur á ChievoVerona í dag. Króatinn Ivan Perisic var í miklu stuði og skoraði þrennu. Maruo Icardi skoraði eitt og er nú markahæstur í deildinni með 16 mörk og miðvörðurinn Milan Skriniar skoraði eitt mark. Inter er með 39 stig á toppnum eftir 15 umferðir en Napoli hefur 38 stig og Juventus 37 stig.
Benevento sótti sitt fyrsta stig í dag eftir fjórtán tapleiki í röð í upphafi leiktíðar og það vannst með ævintýralegum hætti. Markvörðurinn Alberto Brignoli skoraði jöfnunarmark gegn Milan í uppbótartíma á Stadio Ciro Vigorito og myndband af þessu ótrúlega augnabliki má sjá hér neðst í fréttinni.
Lazio vann mikilvægan útisigur á Sampdoria í toppbaráttunni, 2-1, þar sem Felipe Caicedo skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Simone Inzaghi og hans menn gefa lítið eftir og halda sér í seilingarfjarlægð við toppliðin.

Ítalski boltinn – Úrslit leikja:
Inter 5-0 ChievoVerona
1-0 Ivan Perisic 23.mín.
2-0 Mauro Icardi 38.mín.
3-0 Ivan Perisic 57.mín.
4-0 Milan Skriniar 60.mín.
5-0 Ivan Perisic 90.mín.
Bologna 1-1 Cagliari
0-1 Joao Pedro 42.mín.
1-1 Mattia Destro 81.mín.
Fiorentina 3-0 Sassuolo
1-0 Giovanni Simeone 32.mín.
2-0 Jordan Veretout 42.mín.
3-0 Federico Chiesa 71.mín.
Benevento 2-2 Milan
0-1 Giacomo Bonaventura 38.mín.
1-1 George Puscas 50.mín.
1-2 Nikola Kalinic 57.mín.
2-2 Alberto Brignoli 90.mín.
Alessio Romagnoli (M) – rautt á 75.mín.
Sampdoria 1-2 Lazio
1-0 Duvan Zapata 56.mín.
1-1 Sergej Milinkovic-Savic 80.mín.
1-2 Felipe Caicedo 90.mín.

Ótrúleg stund hjá Benevento – Markvörðurinn jafnaði á lokasekúndunum

Deila