Ítalski boltinn | ,,Hækkið klásúluna hans Icardi“

Mynd: NordicPhotos/Getty

Massimo Moratti, fyrrum forseti Inter á Ítalíu, leggur til að félagið hækki klásúlu Mauro Icardi, framherja félagsins.

Argentínski snillingurinn hefur verið frábær fyrri hluta tímabils en hann er með 16 mörk í 15 deildarleikjum og hefur verið meðal markahæstu mönnum Evrópu.

Stórlið eru farin að renna hýru auga til Icardi en þar má nefna Barcelona, sem hann var eitt sinn á mála hjá. Klásúla í samningnum hans Icardi segir til um að hann megi fara frá félaginu ef tilboð upp á 110 milljónir evra kemur en Moratti vill að Inter hækki þessa klásúlu.

,,Félagið þarf að skoða klásúluna hans og reyna að hækka hana. Það er satt að hann vilji vera áfram hjá Inter en við getum ekki verið að hafa áhyggjur á hverju ári,“ sagði Moratti.

Deila