Ítalski boltinn | Ghoulam framlengir við Napoli

Mynd: GettyImages/NordicPhotos

Faouzi Ghoulam, vinstri bakvörður Napoli á Ítalíu, framlengdi í dag samning sinn en hann gildir til ársins 2022.

Samningur hans átti að renna út næsta sumar en hann hefur verið lykilmaður í liði Napoli að undanförnu og reynst einn af bestu bakvörðum Evrópu þetta árið.

Ítalskir miðlar gerðu ráð fyrir því að hann myndi yfirgefa Napoli og að enginn samningur væri á borðinu en í dag var hins vegar staðfest að Ghoulam skrifaði undir fimm ára samning.

Ghoulam hefur verið að glíma við meiðsli síðasta mánuðinn eða svo og hefur Mario Rui leyst bakvarðarstöðuna.

Deila