Ítalski boltinn | Gerson með tvö í sigri Roma – Benevento tókst að stríða Juventus

Mynd: GettyImages/NordicPhotos

Fimm leikjum er lokið í Seríu A á Ítalíu í dag en Roma lagði Fiorentina 4:2 á meðan Juventus sigraði Benevento 2:1. Napoli missteig sig.

Roma heimsótti Fiorentina á Artemio Franchi-leikvanginn í dag en fjögur mörk voru skoruð í fyrri hálfleik. Brasilíska ungstirnið Gerson kom Roma yfir á 5. mínútu áður en Jordan Veretout jafnaði metin fjórum mínútum síðar. Gerson kom Roma aftur yfir á 30. mínútu og útlit fyrir að liðið myndi leiða í hálfleik en Giovanni Simeone sá þó til þess að svo yrði ekki.

Rómverjar voru ákveðnari í að ná stigunum þremur en Konstantinos Manolas bætti við þriðja markinu áður en Diego Perotti gerði út um leikinn með fjórða markinu og lokatölur því 4:2 fyrir Roma sem er í 5. sæti með 27 stig.

Napoli missteig sig á toppnum en liðið gerði markalaust jafntefli við Chievo. Napoli var með algera yfirburði en tókst ekki að nýta sér það og er liðið aðeins með eins stigs forystu á toppnum.

Juventus slapp með skrekkinn gegn nýliðum Benevento. Nýliðarnir höfðu ekki náð í stig fyrir leikinn í dag og var því heldur óvænt er liðið komst yfir með marki frá Amato Ciciretti á 19. mínútu. Staðan var þannig í hálfleik en Gonzalo Higuain tókst að jafna leikinn í byrjun þess síðari og stuttu seinna var Juan Cuadrado búinn að koma liðinu yfir. Meira var ekki skorað og lokatölur því 2:1 fyrir Juventus.

Inter og Torino gerðu þá 1:1 jafntefli fyrri í dag á San Siro-leikvanginum og þá vann Cagliari lið Hellas Verona 2:1.

Úrslit og markaskorarar dagsins:

Inter 1:1 Torino
0-1 Iago Falque 60. mínútu
1-1 Eder 79. mínútu

Chievo 0:0 Napoli

Juventus 2:1 Benevento
0-1 Amato Ciciretti 19. mínútu
1-1 Gonzalo Higuain 57. mínútu
2-1 Juan Cuadrado 66. mínútu

Cagliari 2:1 Hellas Verona
0-1 Bruno Zuculini 6. mínútu
1-1 Luca Ceppitelli 28. mínútu
2-1 Paolo Farago 85. mínútu

Fiorentina 2:4 Roma
0-1 Gerson 5. mínútu
1-1 Jordan Veretout 9. mínútu
1-2 Gerson 30. mínútu
2-2 Giovanni Simeone 39. mínútu
2-3 Konstantinos Manolas 50. mínútu
2-4 Diego Perotti 87. mínútu

Deila