Ítalski boltinn | Gattuso er launalægstur

Mynd:NordicPhotos/Getty

Mikið er rætt og ritað um Gennaro Gattuso þjálfara AC Milan þessa dagana í ítölskum fjölmiðlum. Framhaldið hjá Gattuso sem aðalþjálfara liðsins er óljóst en þó er jafnvel búist við að hann fái langtímasamning.
Það nýjasta er launaliður kappans. Gattuso var þjálfari unglingaliðsins með 120 þúsund evrur (um 15.1 milljón íslenskra króna) í árslaun áður en hann tók við aðalliði Milan.
Samkvæmt heimildum Gazzetta dello Sport er Gattuso enn á þeim launum sem gerir hann lang launalægsta þjálfarann í A-deildinni. Fabio Pecchia hjá Helles Verona er með næst lægstu launin, 250 þúsund evrur (um 31.5 milljón íslenskra króna), sem eru helmingi hærri laun en Gattuso er með.
Forveri Gattuso í þjálfarastarfi Milan, Vincenzo Montella, var með 3 milljónir evra í árslaun (um 377,4 milljónir íslenskra króna).
Þess má geta að Massimiliano Allegri þjálfari Juventus er launahæstur í A-deildinni á Ítalíu með 7 milljónir evra (um 880,5 milljónir íslenskra króna).

Deila