Ítalski boltinn | Fer Juventus aftur í 4-2-3-1 leikkerfið í kvöld?

Mynd: NordicPhotos/Getty

Juventus og Tottenham Hotspur eigast við í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld en þetta er fyrri leikur liðanna.

Ítalska liðið hefur verið að skipta mikið um leikkerfi að undanförnu en liðið hefur iðulega spilað 4-3-3. Nú búast hins vegar flestir við því að Massimo Allegri, þjálfari liðsins, fari með liðið aftur í 4-2-3-1, leikerfi sem liðið spilaði síðari helminginn af síðasta tímabili.

Það gerir honum kleift að hafa Douglas Costa, Federico Bernardeschi og Mario Mandzukic í liðinu. Sami Khedira og Miralem Pjanic þar fyrir aftan. Hér fyrir neðan má sjá líkleg byrjunarlið.

Juventus: Buffon; De Scilgio, Benatia, Chiellini, Alex Sandro; Pjanic, Khedira; Mandzukic, Douglas Costa, Bernardeschi; Higuain

Tottenham: Lloris; Aurier, Sanchez, Vertonghen, Rose; Dier, Dembele; Eriksen, Alli, Son; Kane

 

Deila