Ítalski boltinn | Emre Can tekur ákvörðun í vikunni – Fer hann til Juventus?

Mynd: NordicPhotos/Getty

Emre Can, miðjumaður Liverpool á Englandi, mun taka ákvörðun um framtíð sína í lok vikunnar en TuttoSport greinir frá þessu í dag.

Can, sem er þýskur landsliðsmaður, verður samningslaus í sumar en hann hefur verið orðaður við Juventus í nokkra mánuði.

Samkvæmt TuttoSport þarf Emre Can að taka ákvörðun í lok vikunnar en það þykir líklegast að hann geri samning við Juventus.

Hann hefur rætt við bæði Liverpool og Juventus en ljóst er að hann mun fyrst og fremst einbeita sér að næstu leikjum með Liverpool enda á liðið mikilvæga tvo leiki gegn Roma í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Deila