Ítalski boltinn | Donnarumma: ,,Ég var að grínast!“

Mynd: NordicPhotos/Getty

Gianluigi Donnarumma, markvörður AC Milan á Ítalíu, hefur enn og aftur stolið fyrirsögnum eftir umdeilt myndband sem hann birti í morgun.

Donnarumma, sem er 19 ára gamall, er yngsti leikmaðurinn í sögunni til þess að spila 100 leiki í Seríu A en hann átti ótrúlega markvörslu undir lok leiks gegn Napoli.

Arkadiusz Milik fékk þá boltann í teignum og skaut í hornið en Donnarumma varði á einhvern ótrúlegan hátt. Donnarumma sagði í myndbandinu sem hann birti í morgun að hann reyndi að draga hendurnar til baka og ætlaði að leyfa Milik að skora.

Það féll auðvitað ekki vel í kramið hjá stuðningsmönnum Milan en hann hefur beðist afsökunar á þessu og sagðist hann hafa verið að grínast. Donnarumma fæddist í bæ aðeins 30 kílómetrum frá Napoli og má því segja að hann sé uppalinn þar. Hann virtist þá hafa móðgað fólkið í Napoli með orðum sem hann sagði í myndbandinu.

,,Ég vil biðjast afsökunar á myndbandinu sem ég birti í morgun en þar var ég misskilinn þar sem þetta var einkahúmor. Ég vinn fyrir Milan og geri mitt besta fyrir félagið, þetta myndband var til að stríða frænda mínum en ég grínast oft í honum fyrir og eftir leiki,“ sagði Donnarumma.

Donnarumma mun að öllum líkindum yfirgefa Milan í sumar en Pepe Reina gengur til liðs við Milan frá Napoli á frjálsri sölu sem þýðir það að Donnarumma er frjálst að fara fyrir rétta upphæð.

Deila