Ítalski boltinn | De Laurentiis ætlar að kaupa félag í Belgíu

Mynd: NordicPhotos/Getty

Aurelio De Laurentiis, eigandi Napoli á Ítalíu, ætlar sér að kaupa félag í B-deildinni í Belgíu, en Radio Kiss Kiss Napoli greinir frá þessu.

De Laurentiis hefur lengi viljað kaupa annað félag utan Ítalíu en hann hafði áhuga á að kaupa enskt félag fyrir fimm árum síðan.

Pozzo fjölskyldan sem er frá Udine á Ítalíu á Udinese, Watford á Englandi og Granada á Spáni.

De Laurentiis vill kaupa annað félag í Belgíu þar sem hann getur alið upp leikmenn sem geta þá síðar spilað fyrir Napoli.

Samkvæmt Radio Kiss Kiss Napoli þá mun hann kaupa félag í B-deildinni í Belgíu en það verður tilkynnt á næstu dögum.

Deila