Ítalski boltinn | Cannavaro bræður sameinast í Kína

Mynd: GettyImages/NordicPhotos

Paolo Cannavaro, varnarmaður Sasuolo á Ítalíu, er á leið til Guangzhou Evergrande í Kína en faðir leikmannsins staðfestir þetta.

Fabio Cannavaro, sem er bróðir Paolo, er þjálfari Evergrande en hann átti farsælan feril sjálfur með Juventus, Parma, Real Madrid og ítalska landsliðinu.

Paolo hefur leikið með Sassuolo síðustu þrjú ár en þar áður lék hann með Napoli og Parma.

Hann er nú á leið til Kína að spila fyrir bróðir sinn en hann mun taka eitt tímabil áður en hann fer í þjálfarlið félagsins.

Deila