Ítalski boltinn | Cancelo svarar Spalletti – ,,Ég vil helst spila hægra megin“

Mynd: GettyImages/NordicPhotos

Joao Cancelo, leikmaður Inter á Ítalíu, svaraði ummælum sem Luciano Spalletti, þjálfari liðsins, lét falla eftir markalausa jafnteflið gegn Napoli í gær.

Cancelo byrjaði í hægri bakverði en var ekki að finna sig þar og skipti yfir í vinstri bakvörðinn í síðari hálfleik. Hann átti slakan leik en hann átti margar feilsendingar og kom sér í erfiðar aðstæður í leiknum.

Spalletti gagnrýndi Cancelo eftir leik og sagði að Cancelo kvartaði yfirleitt yfir því hvar hann spilar á vellinum. Cancelo hefur nú svarað þjálfaranum.

,,Ég get spilað vinstra megin en kýs frekar að spila hægra megin. Ég get skapað mikinn usla fyrir andstæðinga okkar,“ sagði Cancelo.

Portúgalski leikmaðurinn er á láni frá Valencia en hann er einn sá efnilegasti í heiminum í dag.

Deila