Ítalski boltinn | Buffon fjórði besti leikmaður heims?

Mynd: NordicPhotos/Getty

Besti knattspyrnumaður heims verður bráðum kjörinn og er franska tímaritið France Footbal þegar byrjað að telja niður með því að birta leikmenn sem lentu í sætunum fyrir neðan þriðja sæti.

Talið er líklegast að Cristiano Ronaldo taki verðlaunin og verði kjörinn besti leikmaður heims en það má þá gera ráð fyrir að þeir Lionel Messi og Neymar verði í öðru og þriðja sæti.

Það kemur þá á óvart að Gianluigi Buffon, markverði Juventus, er spáð fjórða sætinu en hann hefur að vísu verið einn besti markvörður heims síðustu ár.

Paolo Dybala, samherji Buffon hjá Juventus, er í fimmtánda sæti listans.

Deila