Ítalski boltinn | Asprilla: ,,Ég væri metinn á 200 milljónir punda í dag“

Mynd: GettyImages/NordicPhotos

Tino Asprilla, fyrrum framherji Parma og Newcastle, segir að ef hann yrði keyptur á markaðnum í dag þá myndi hann kosta 200 milljónir punda.

Asprilla lék fyrir Parma áður en hann samdi við Newcastle United árið 1996. Hann var þó aðeins á Englandi í tvö ár áður en hann sneri aftur til Parma.

Hann var í viðtali þar sem hann ræddi um tíma sinn hjá Parma og verð á leikmönnum.

,,Hvað myndi ég kosta í dag? Ég myndi kosta það sama og Neymar, 200 milljónir punda. Þegar ég var hjá Parma þá lagði Milan fram 20 milljón punda tilboð í mig en því var hafnað,“ sagði Asprilla.

Deila