Ítalski boltinn | Er leiktímabilið búið hjá Chiellini?

Mynd: NordicPhotos/Getty

Juventus sem er í harðri baráttu við Napoli um ítalska meistaratitilinn gæti misst einn sinn allra besta leikmann út leiktíðina. Miðvörðurinn sterki Giorgio Chiellini meiddist í tapleiknum gegn Napoli í gærkvöldi og það hefur nú verið staðfest að hann er tognaður aftan í læri. Slík meiðsli geta verið mjög erfið og langvinn. Það er öruggt að hann missir af næsta leik sem er gegn Inter á útivelli um næstu helgi og einnig af heimaleiknum gegn Bologna um aðra helgi. Þá er stórt spurningamerki um hvort hann nái bikarúrslitaleiknum gegn AC Milan þann 9.maí.
Þetta er mikið áfall fyrir Juventus og gæti sett stórt strik í reikninginn í baráttu liðsins um ítalska meistaratitilinn.

Deila