Íslenski boltinn | Arnór Ingvi í Malmö

Mynd: Heimasíða Malmö

Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður í knattspyrnu, er búinn að semja við sænska úrvalsdeildarfélagið Malmö FF. Þetta var staðfesti í dag á heimasíðu félagsins.

Arnór Ingvi var á mála hjá Norrköping í Svíþjóð áður en hann samdi við austurríska liðið Rapid Vín en honum gekk illa að festa sig í sessi þar vegna meiðsla og var hann því lánaður til AEK Aþenu fyrir þetta tímabil.

Arnór hefur átt í erfiðleikum með að komast í náðina hjá þjálfara sínum þar og oftar en ekki þurft að verma tréverkið eða ekki verið í hóp. Hann ákvað því að taka þá ákvörðun að yfirgefa Olympiakos og Rapid Vín í leiðinni og semja við Malmö.

Arnór kannast vel við sænsku deildina eins og kemur fram hér að ofan en hann varð sænskur meistari með Norrköping áður en hann fór til Rapid Vín. Hann var einn besti leikmaður deildarinnar og tryggði meðal annars titilinn með sturluðu sigurmarki í lokaumferðinni.

Deila