Ísland og Katar mætast klukkan 16:30

Karlalandslið Íslands mætir Katar í vináttulek í Doha í dag en leikurinn hefst klukkan 16:30 á íslenskum tíma.

Íslenska liðið hefur haft það náðugt í Katar síðustu daga en liðið hefur þegar spilað einn leik, 2-1 tapið gegn Tékklandi.

Búist er við því að Heimir Hallgrímsson geri margar breytingar á liðinu frá síðasta leik en það er nú þegar búið að staðfesta að Jón Guðni Fjóluson fái 90 mínútur.

Deila