Instagram ágætis tekjulind fyrir Ronaldo

Mynd: NordicPhotos/Getty

Cristiano Ronaldo, besti knattspyrnumaður heims, þénar ágætlega vel í gegnum samfélagsmiðilinn Instagram. Þetta leiðir ný rannsókn í ljós en það er HopperHQ sem stendur fyrir rannsókninni.

Ronaldo er með 116 milljón fylgjendur á Instagram en á milli þess sem hann birtir myndir og myndbönd af fjölskyldu sinni þá er hann einnig með fjölmarga styrktaraðilasamninga og þénar hann mjög vel á þeim.

Samkvæmt rannsókn HopperHQ þá þénar hann rúmlega 308 þúsund bandaríkjadollara fyrir eða 32 milljónir íslenskra króna fyrir hverja mynd sem hann birtir á Instagram.

Poppstjarnan Selena Gomez er efst á listanum með rúmlega 44 milljónir á mynd. Kim Kardashian fær rúmlega 40 milljónir.

Deila