Inkassodeildin | Ejub verður áfram í Ólafsvík

Mynd: uefa.com

Ejub Purisevic, sem þjálfað hefur karlalið Víkings frá Ólafsvík, hefur framlengt samning sinn við félagið til tveggja ára. Ejub tók við Víkingum í 2.deild fyrir þrettán árum og stýrði þeim alla leið upp í Pepsideildina í fyrra, en Víkingar féllu úr deildinni á nýafstaðinni leiktíð. Nafn Ejubs kom upp í þjálfaravangaveltum síðustu missera og spekingar töldu margir að hann myndi róa á ný mið, en hann hefur nú bundið enda á slíkar vangaveltur.

Fréttatilkynning Víkinga er svohljóðandi:
Ejub Purisevic, þjálfari karlaliðs Víkings Ólafsvík hefur skrifað undir nýjan samning við félagið.
Ejub hefur stýrt liði Víkings með eftirtektarverðum árangri um árabil og er það félaginu gleðiefni að hafa tryggt sér áframhaldandi þjónustu hans.
Samningurinn er til tveggja ára.
Framundan er barátta í Inkassodeildinni næsta sumar og eru leikmannamál félagsins í góðri vinnslu. Frekari frétta af því má vænta fljótlega.

Deila