Inkassodeild | Jóhannes Karl tekur við ÍA

Mynd: ÍA

Knattspyrnufélag ÍA sendi nú í kvöld frá sér fréttatilkynningu þess efnis að Jóhannes Karl Guðjónsson hefði verið ráðinn þjálfari karlaliðs ÍA. Jafnframt segir í tilkynningunni að Sigurður Jónsson hafi verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari liðsins.

Hér má sjá fréttatilkynninguna í heild sinni:

Aðal­stjórn Knatt­spyrnu­fé­lags ÍA hef­ur ráðið Jó­hann­es Karl Guðjóns­son sem þjálf­ara meist­ara­flokks karla. Jó­hann­es Karl er upp­al­inn hjá ÍA og hef­ur mikla reynslu sem leikmaður hér á landi og sem at­vinnumaður er­lend­is m.a. hjá Burnley í Englandi. Und­an­farið hef­ur Jó­hann­es Karl þjálfað HK í Kópa­vogi með góðum ár­angri.

Sig­urður Jóns­son hef­ur jafn­framt verið ráðinn aðstoðarþjálf­ari meist­ara­flokks karla hjá ÍA. Sig­urður hef­ur und­an­far­in ár verið þjálf­ari yngri flokka hjá ÍA og aðstoðarþjálf­ari meist­ara­flokks karla síðustu vik­urn­ar en einnig hef­ur hann þjálfað knatt­spyrnu­fé­lagið Kára á Akra­nesi. Sig­urður er einn sig­ur­sæl­asti leikmaður Knatt­spyrnu­fé­lags ÍA og hef­ur víðtæka reynslu sem leikmaður og at­vinnumaður er­lend­is m.a. hjá Arsenal í Englandi. Sig­urður hef­ur einnig mikla reynslu sem þjálf­ari hér á landi og í Svíþjóð þar sem hann þjálfaði m.a. úr­vals­deild­ar­fé­lagið Djurgår­d­en um tveggja ára skeið.

„Það er mik­ill heiður og stór áskor­un fyr­ir mig að tak­ast á við að þjálfa ÍA, fé­lagið sem ég er al­inn upp í og fé­lagið sem ég hef alltaf litið á sem mitt fé­lag. Í raun er draum­ur minn að ræt­ast með þess­ari ráðningu og það er sér­stak­lega skemmti­legt að fá tæki­færi til að vinna með reynslu­bolt­an­um Sig­urði Jóns­syni sem ég horfði á með lotn­ingu á fót­bolta­vell­in­um þegar ég var lít­ill strák­ur. Framtíðin er björt í fót­bolt­an­um á Akra­nesi og það er mjög spenn­andi að fá að taka þátt í því metnaðarfulla upp­bygg­ing­ar­starfi sem unnið er á því sviði í bæn­um mín­um,“ seg­ir Jó­hann­es Karl, nýráðinn þjálf­ari meist­ara­flokks ÍA í knatt­spyrnu karla.

Knatt­spyrnu­fé­lag ÍA bind­ur mikl­ar von­ir við sam­starfið við Jó­hann­es Karl og Sig­urð og ósk­ar þeim báðum góðs geng­is í störf­um sín­um.

Knatt­spyrnu­fé­lag ÍA vill sér­stak­lega þakka Jóni Þór Hauks­syni fyr­ir frá­bært og óeig­ingjarnt starf sem aðstoðarþjálf­ari í þrjú leiktíma­bil og sem aðalþjálf­ari meist­ara­flokks karla und­an­farn­ar vik­ur. Einnig vill fé­lagið þakka öðrum í þjálf­arat­eym­inu fyr­ir gott starf en það eru þeir Ármann Smári Björns­son, Sig­urður Jóns­son, Þórður Guðjóns­son og Guðmund­ur Hreiðars­son.

Deila