ÍBV og Fram spáð meistaratitlum í handboltanum

Í dag komu saman þjálfarar, fyrirliðar og aðrir forsvarsmenn handboltaliðanna í Olís-deildum karla og kvenna sem og í næst efstu deildum karla og kvenna.

Samkvæmt spánni er ÍBV, Val, FH og Aftureldingu spáð baráttunni um titilinn í Olís-deild karla.

Olís-deild karla:

 1. ÍBV
 2. Valur
 3. FH
 4. Afturelding
 5. Haukar
 6. Stjarnan
 7. Selfoss
 8. ÍR
 9. Fram
 10. Fjölnir
 11. Grótta
 12. Víkingur

Í Olís-deild kvenna er reiknað með að Fram og Stjarnan berjist um titilinn en Fram vann Stjörnuna í gær í meistarakeppni HSÍ.

Olís-deild kvenna:

 1. Fram
 2. Stjarnan
 3. ÍBV
 4. Valur
 5. Haukar
 6. Grótta
 7. Selfoss
 8. Fjölnir

Í 1.deild karla sem ber heitið Grill 66-deild karla er Akureyrarliðunum spáð tveimur efstu sætum og þar með sæti í Olís-deildinni á næstu leiktíð.

Grill 66-deild karla:

 1. KA
 2. Akureyri
 3. HK
 4. Þróttur
 5. Valur U
 6. Hvíti Riddarinn
 7. ÍBV U
 8. Mílan
 9. Stjarnan U
 10. Haukar U

1.deild kvenna nefndist einnig Grill 66-deildin í vetur og þar er HK og KA/Þór spáð velgengni.

Grill 66-deild kvenna:

 1. HK
 2. KA/Þór
 3. Afturelding
 4. FH
 5. ÍR
 6. Fylkir
 7. Víkingur
 8. Fram U
 9. Valur U

 

 

Deila