HM2018 | Ísland er í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu

Íslenska landsliðið í knattspyrnu leikur í D-riðli heimsmeistaramótsins 2018 í Rússlandi og mætir þar Argentínu, Króatíu og Nígeríu. Dregið var í riðla í Moskvuborg í dag. Ísland mætir Argentínu í fyrsta leik laugardaginn 16.júní næstkomandi klukkan 16 að staðartíma, en leikurinn fer fram á Otkrytiye-vellinum í Moskvu. Nígería og Ísland mætast föstudaginn 22.júní klukkan 18 að staðartíma á Volgograd-vellinum í Volgograd og í lokaleik riðlakeppninnar mætir Ísland Króatíu fimmtudaginn 26.júní klukkan 21 að staðartíma. Leikur Íslands og Króatíu fer fram á Rostov-vellinum í Rostov-on-Don.

Ísland situr í 22.sæti styrkleikalista FIFA, þar sem Argentínumenn eru í 4.sæti, Króatía í 17.sæti og Nígería í 50.sæti.

Deila