HM-umspil | Ítalía ekki með á HM | Svíar áfram

Mynd: NordicPhotos/Getty

Það var sannkallaður baráttuleikur á milli Ítalíu og Svíþjóðar sem fór fram á Guiseppe Meazza vellinum í Mílanó í kvöld. Þetta var seinni leikur liðanna í umspili fyrir úrslitakeppnin sem fer fram í Rússlandi næsta sumar.
Svíar unnur fyrri leikinn 1-0 í Solna í Svíþjóð síðastliðinn föstudag og heimamenn voru í sókn nánast allan leikinn. Ítalír voru 75 prósent með boltann og áttu 24 marktilraunir á móti 4 en allt kom fyrir ekki. Frábær varnarleikur sænsku leikmannanna með Andreas Granqvist í broddi fylkingar með öruggan Robin Olsen í markinu var eitthvað sem Ítalía réði ekki við og leikar fóru 0-0 þar með komst Svíþjóð í úrslitakeppnina en Ítalía situr eftir heima.
Þetta er í fyrsta sinn síðan 1958 í HM í Svíþjóð sem Ítalía verður ekki með í úrslitakeppni HM og ljóst að Gian Piero Ventura þjálfari liðsins hefur stjórnað landsliði Ítalíu í síðasta sinn.
Þá má að öllum líkindum reikna með því að Gianluigi Buffon markvörður Ítalíu, sem lék sinn 175.landsleik í kvöld, hafi verið að leika sinn síðasta landsleik.
Þetta eru vissulega stórtíðindi í fótboltanum því Ítalía er næst sigursælasta knattspyrnuþjóð heims með fjóra heimsmeistaratitla, þann síðasta 2006 í Þýskalandi.

Deila