HM kvenna | Ungverjar öruggir áfram | Skyldusigur Slóvena | Norðmenn í stuði | Frakkland og Spánn skildu jöfn

Mynd: NordicPhotos/Getty

Ungverska kvennalandsliðið í handknattleik tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum HM í Þýskalandi með dýrmætum sigri á Pólverjum í jöfnum og skemmtilegum B-riðli í dag, 31-28. Ungverjaland hefur hlotið fjögur stig í riðlinum og endar aldrei neðar en í fjórða sæti, Svíar og Tékkar hafa hlotið jafnmörg stig en eiga leik til góða og Pólverjar geta í besta falli jafnað Ungverja að stigum. Sigurinn í dag þýðir hins vegar að Ungverjar standa betur innbyrðis gegn Pólverjum og eru því öruggir áfram. Svíþjóð mættir Argentínu í dag og Tékkland etur kappi við Noreg og Svíar ættu því að standa uppi með sex stig í lok dags og Tékkar fjögur, nema jörðin sé flöt.
Í A-riðli vann Slóvenía skyldusigur á Paragvæ, 28-22, og tryggði þar með sætið í 16-liða úrslitum endanlega. Paragvæ átti, merkilegt nokk, tölfræðilega möguleika á að nappa sætinu af Slóvenum, en hefði þá þurft að vinna í dag, vinna Angóla í lokaumferðinni og treysta á sama tíma á spænskan sigur gegn Slóvenum. Rúmenía, Slóvenía, Frakkland og Spánn fara áfram úr A-riðli, lokaniðurröðun liðanna reyndar ekki komin á hreint, en Angóla og Paragvæ eru úr leik.
Rúmenía lenti í eilitlu basli með Angóla í A-riðli, en hafði þó sigur að lokum, 27-24. Vandræðagangurinn verður frekar skrifaður á afslappaða nálgun Rúmena heldur en stórleik þeirra angólsku, en stórskyttan Cristiano Neagu tók til sinna ráða þegar á þurfti að halda. Þá unnu Svíar öruggan og sannfærandi sigur á Argentínustúlkum í B-riðli, 38-24, algert skylduverk. Þar með hafa Svíar hlotið sex stig og tryggt sér annað sætið í riðlinum.
Í lokaleikjum dagsins rúlluðu Norðmenn yfir Tékka 34-16 í B-riðli og Frakkar og Spánverjar gerðu jafntefli í hörkuleik í A-riðli, 25-25. Norska liðið hefur nú leikið 29 leiki í röð án taps og sló þar með eigið met yfir flesta taplausa leiki á beit.

A-riðill:
Paragvæ 22-26 Slóvenía (9-18)
Paragvæ: Sabina Moringo 8, Fernanda Insfran Mora 4, Fatima Acuna Insfran 3, Maria Paula Fernandez 3, Alejandro Fari Servin 3, Gisela Gonzalez 1.
Slóvenía: Ana Gros 6,Tjasa Stanko 6, Alja Koren 4, Ines Amon 4, Alja Vrcek 2, Aneja Beganovic 2, Tjasa Rudman 1, Nina Zabjek 1, Ana Abina 1, Neil Irman 1.

Rúmenía 27-24 Angóla (14-14)
Mörk Rúmeníu: Cristina Neagu 7, Aneta Udristoiu 4, Melinda Geiger 4, Valentina Ardean Elisei 3, Cristina Florianu 3, Crina Elena Pintea 3, Eliza Buceschi 2, Ana-Maria Dragut 1.
Mörk Angóla: Magda Alfredo Cazanga 7, Isabel Evelize Guialo 7, Vilma Chissola Ebo Silva 3, Albertina Kassoma 2, Janete dos Santos 2, Iracerma Patricia da Silva 1, Juliana Jose Machado 1, Azenaide Carlos 1.

Spánn 25-25 Frakkland (10-11)
Mörk Spánar: Carmen Martin 6, Alexandrina Barbosa 6, Amaia Gonzalez de Garibay Barba 5, Ivet Musons Gimeno 3, Mireya Gonzalez Alvarez 2, Maitane Echeverria Martinez 1, Nerea Pena 1, Almudena Rodriguez 1.
Mörk Frakklands: Manon Houette 5, Laurisa Landre 4, Grace Zaadi 4, Estelle Nze Minko 3, Kalidiatou Niakate 2, Laura Flippes 2, Blandine Dancette 1, Allison Pineau 1, Siraba Dembele 1, Gnonsiane Niombla 1, Alexandra Lacrabere 1.

B-riðill:
Pólland 28-31 Ungverjaland (11-13)
Pólland: Karolina Kulacz-Gloc 8, Kinga Achruk 6, Monika Kobylinska 4, Kinga Grzyb 4, Katarzyna Janiszewska 3, Joanna Drabik 2, Romana Roszak 1.
Ungverjaland: Aniko Kovacsics 8, Anita Görbicz 5, Bernadett Bodi 5, Nadine Schatzl 4, Kinga Klivinyi 3, Anett Kisfaludy 2, Szandra Szoellosi-Zacsik 1, Klara Szekeres 1, Noemi Hafra 1, Viktoria Lukacs 1.

Svíþjóð 38-24 Argentína (17-13)
Svíþjóð: Nathalie Hagman 6, Jamila Roberts 4, Daniela Gustin 4, Ulrika Toft Hansen 3, Louise Sand 3, Johanna Westberg 3, Anna Lagerquiest 3, Hanna Blomstrand 3, Emma Ekenman-Fernis 2, Carin Strömberg 2, Isabelle Gullden 2, Olivia Mellegard 1, Sabina Jacobsen 1, Jenny Alm 1.
Argentína: Manuela Pizzo 3, Yael Salvado 3, Macarena Sans 3, Florencia Ponce de Leon 3, Josselinne Karsten 3, Giuliana Gavilan 2, Mariangeles de Uriarte 1, Soledad Iacoi 1, Victoria Urban Medel 1, Victoria Crivelli 1, Macarena Gandulfo 1, Micaela Casasola 1.

Tékkland 16-34- Noregur (7-20)
Mörk Tékklands: Marketa Jerabkova 4, Iveta Luzumova 3, Helena Rysankova 2, Kamila Kordovska 2, Michaela Hrbkova 2, Petra Manakova 1, Sarka Marcikova 1, Veronika Mala 1.
Mörk Noregs: Nora Mørk 7, Veronica Kristiansen 6, Stine Bredal Oftedal 6, Amanda Kurtovic 4, Marit Rosberg Jacobsen 4, Kari Brattset 3, Camilla Herrem 2, Heidi Loke 1, Emilie Christensen 1.

Deila