HM kvenna | Rússland marði Japan | Serbía og Holland gerðu jafntefli | Danir öruggir áfram | Úrslit í D-riðli ráðin

Mynd: NordicPhotos/Getty

Línur eru talsvert farnar að skýrast í C- og D-riðlum heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik, en fjórða og næstsíðasta umferð þessara riðla var leikin í dag. Suður-Kórea átti ekki í vandræðum með Kamerún í D-riðli, lokatölur 33-21, en meiri spenna varí leik Serbíu og Hollands í sama riðli. Leikar stóðu jafnir, 15-15, í hálfleik og jafnræði var með liðunum lengstum í síðari hálfeik, Serbía þó með frumkvæðið og leiddi lengstum. Holland fékk síðustu sóknina þegar staðan var 27-26 fyrir Serbíu, Nycke Groot fékk boltann og jafnaði fyrir Holland þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka, lokatölur 27-27.
Í þriðja leik D-riðils vann Þýskaland lið Kína nokkuð örugglega, 24-9. Liðin fóru mjög hægt af stað, eftir tólf mínútna leik var staðan 2-1 fyrir Þýskaland, en þá settu heimastúlkur í gír og kláruðu skylduverk dagsins áreynslulaust. Kínverjar náðu þeim vafasama árangri að skora ekki tug marka, en slíkt er sjaldgæft á stórmóti sem þessu þótt ekki sé það með öllu óþekkt. Ástralir skoruðu t.a.m. aðeins átta mörk gegn Rússum árið 2009, töpuðu 8-48. Kínverjar hafa tapað leikjunum sínum fjórum til þessa með að meðaltali átján marka mun.
Úrslitin í D-riðli eru ráðin eftir fjórar umferðir af fimm, eins og við var að búast, þótt röð liðanna sé ekki komin á hreint. Þýskaland, Serbía, S-Kórea og Holland hafa tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum, en Kamerún og Kína eru án stiga og úr leik. Eðli málsins samkvæmt geta þau ekki bæði klárað riðlakeppnina stigalaus, en þau mætast í lokaumferðinni og verða Kamerúnar að teljast ögninni líklegri til afreka.
Í C-riðli stóðu Japanir hressilega uppi í hárinu á sterku liði Rússa og geta gengið nokkuð sáttir frá borði, en niðurstaðan er eins marks sigur Rússa, 29-28. Rússar höfðu tveggja marka forystu í hálfleik, 13-11, og náðu aldrei að hrista hraða og kvika Japani almennilega af sér. Rússar bókuðu sæti í 8-liða úrslitunum í síðustu umferð og Japanir eiga, þrátt fyrir tvo tapleiki, enn möguleika á að komast áfram.
Svartfellingar eygja sömuleiðis von um að komast áfram úr C-riðli eftir sigur á Túnis, 29-23. Túnisbúar hafa verið jafn óútreiknanlegir og íslenska veðrið, töpuðu stórt fyrir Rússum og Dönum, voru hársbreidd frá því að fá eitthvað út úr leiknum gegn Brasilíu og létu Svartfellinga hafa talsvert fyrir hlutunum. Milena Radicevic og Katarina Bulatovic drógu sóknarvagninn fyrir Svarfellinga, skoruðu sextán af 29 mörkum liðsins í dag.
Danir tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum HM með sigri á Brasilíu, 22-20, í lokaleik dagsins. Staðan í hálfleik var jöfn, 13-13. Leikurinn var, eins og tölurnar bera með sér, jafn og spennandi, en Danir náðu undirtökunum og forystu um miðjan síðari hálfleikinn og héldu henni allt til loka.
Rússar og Danir eru öruggir inn í 8-liða úrslitin og Svartfjallaland, Brasilía og Japan berjast um lausu sætin tvö. Japan stendur vel að vígi, mætir Túnis í lokaumferðinni og ætti að vinna þann leik án teljandi vandræða. Japan ætti, að öllu eðlilegu, að ljúka leik með fimm stig í farteskinu. Svartfjallaland og Brasilía mætast á föstudag, þar dugar Svartfellingum jafntefli sem líklega myndi slá Brasilíu út. Eini möguleiki þeirra brasílsku liggur í sigri, sem gæti reynst torsóttur.

C-riðill:

Rússland 29-28 Japan(15-12)
Mörk Rússlands: Daria Dmitrieva 5, Anna Vyakhireva 5, Daria Samkhina 5, Iuliia Managarova 4, Anna Kochetova 2, Mayya Petrova 2, Yulia Markova 2, Kseniia Makeeva 1, Polina Vedekhina 1, Karina Sabirova 1, Anna Punko 1.
Mörk Japans: Yui Sunami 6, Ayaka Ikehara 6, Nozomi Hara 5, Haruno Sasaki 3, Anri Matsumura 3, Mana Yhyama 2, Asuka Fujita 1, Aya Yokoshima 1, Chie Katsuren 1.

Túnis 23-29 Svartfjalland (13-15)
Túnis: Mouna Chebbah 5, Manel Kouki 5, Aya Ben Abdallah 4, Boutheina Amiche 4, Ines Khouldi 4, Rakia Rezgui 1.
Svartfjallaland: Milena Raicevic 9, Katarina Bulatovic 7, Jovanka Radicevic 3, Itana Grbic 3, Durdina Jaukovic 2, Ivona Pavicevic, Dijana Ujkic 1, Durdina Malovic 1, Bobana Klikovac 1.

Brasilía – Danmörk (13-13)
Brasilía: Ana Paula Belo 6, Samira Rocha 3, Eduarda Amorim 3, Deonise Fachinello 3, Jessica Ribeiro 2, Tamires Costa 2, Tamires Araujo 1.
Danmörk: Stine Jörgensen 9, Kathrine Heindahl 6, Maria Fisker 2, Simone Bohme 2, Fie Woller 1, Mette Tranborg 1, Trine Östergård Jensen 1.

D-riðill:

Kamerún 21-33 S-Kórea(6-16)
Mörk Kamerún: Vanessa Djiepmou Medibe 6, Yolande Touba Byolo 4, Jasmine Yotchoum 3, Jacky Baniomo 3, Genny Mahala Fonguieng 2, Jacqueline Mossy Solle 2, Anne Essam 1.
Mörk S-Kóreu: Harang Jo 5, Sumin Choi 5, Sojeong Yu 5, Eun Ryu 4, Seonhwa Kim 3, Migyeong Lee 3, Hyesoo Song 2, Haein Sim 2, Jieun Song 2, Hee Jin Kim 1, Jiyoung Song 1.

Serbía 27-27 Holland(15-15)
Mörk Serbíu: Marina Dmitrovic 9, Katarina Krpez Slezak 3, Andrea Lekic 3, Sanja Damnjanovic 3, Marija Obradovic 3, Dijana Radojevic 2, Dragana Cvijic 2, Jelena Lavko 1, Jovana Stoiljkovic 1.
Mörk Hollands: Lois Abbingh 7, Yvette Broch 6, Martine Smeets 3, Estavana Polman 3, Laura van der Heijden 2, Deanick Snelder 2, Nycke Groot 2, Debbie Bont 1, Angela Malestein 1.

Þýskaland 24-9 Kína (10-3)
Mörk Þýskalands: Emily Boelk 4, Isabell Klein 3, Jenny Karolius 3, Svenja Huber 3, Anna Loerper 2, Xenia Smits 2, Lone Fischer 2, Antje Lauenroth 2, Julia Behnke 1, Clara Woltering 1, Friederike Gubernatis 1.
Mörk Kína: Zhang Haixia 2, Liu Xiaomei 2, Sung Mengying 2, Ban Chenchen 1, Qiao Ru 1, Wu Nana 1.

Deila