HM kvenna | Leikir dagsins

Mynd:NordicPhotos/Getty

Keppni heldur áfram á HM kvenna í handbolta í dag, en liðin tuttugu og fjögur fengu hvíldardag í gær. Nokkrir athyglisverðir leikir eru á dagskránni í dag. Þar má nefna leik Rúmena og Spánverja í A-riðli en bæði þessi lið eru með 4 stig eftir 2 umferðir. Ungverja sárvantar stig til þess að eygja möguleika á að komast áfram og líklegt má telja að þau komi gegn Argentínu í dag. Yevgeni Trefilov verður án efa fjörlegur og brosmildur á hliðarlínunni þegar rússneska liðið mætir því brasilíska í einum af áhugaverðari leikjum dagsins og Serbar mæta í fyrsta alvöru prófið í dag, mæta Þjóðverjum í toppslag D-riðils.

HM kvenna | Leikir dagsins
A-riðill
Kl. 13.00 Slóvenía – Angóla
Kl. 17.00 Frakkland – Paragvæ
Kl. 19.30 Rúmenía – Spánn

B-riðill
Kl. 13.00 Ungverjaland – Argentína
Kl. 17.00 Svíþjóð – Tékkland
Kl. 19.30 Noregur – Pólland

C-riðill
Kl. 13.00 Svartfjallaland – Japan
Kl. 16.45 Rússland – Brasilía
Kl. 19.30 Danmörk – Túnis

D-riðill
Kl. 11.00 S-Kórea – Kína
Kl. 14.30 Holland – Kamerún
Kl. 17.00 Þýskaland – Serbía

Deila