HM kvenna | Kim Naidziniavicius með slitið krossband

Mynd:NordicPhotos/Getty

Þýska landsliðskonan Kim Naidziniavicius meiddist í upphafi leiks á móti Kamerún í gær. Hún virtist hafa fengið einhvern slink á hnéð þegar hún var var að reyna að brjótast í gegnum vörn Kamerún. Það var óttast að þessi hnémeiðsli væru af alvarlegri gerðinni en Naidziniavicius gékkst undir læknisskoðun í gærkvöldi og í ljós koma að krossband væri slitið. Það er því ljóst að hennar þátttöku á þessu heimsmeistaramóti er lokið.

Deila