HM-bikarinn til Íslands

Hinn afar eftirsótti HM-bikar sem er í boði fyrir sigurvegara mótsins verður til sýnis hér á Íslandi þann 25. mars næstkomandi. Það er Coca-Cola sem stendur fyrir sýningunni.

Bikarinn er á ferð á flugi þessa dagana en stefnt er að því að hann ferðist til 50 landa áður en mótið fer fram í Rússlandi á næsta ári.

Coca-Cola í samstarfi við alþjóðaknattspyrnusamband FIFA mun sýna hann hér á landi þann 25. mars næstkomandi en það kemur í ljós síðar meir hvar á landinu hann verður til sýnis.

Coca-Cola hefur verið opinber samstarfsaðili á HM frá árinu 1978 og er þetta í fjórða sinn sem fyrirtækið og FIFA eru með bikarinn til sýnis fyrir aðdáendur.

Deila