HM 2018 | Messi: Það verður gríðarlega erfitt að spila gegn Íslandi

Mynd: GettyImages/NordicPhotos

Lionel Messi, einn besti knattspyrnumaður heims og landsliðsmaður Argentínu, telur að það verði afar erfitt að leika gegn íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi á næsta ári.

Ísland verður með Argentínu, Króatíu og Nígeríu í riðli en Ísland mætir Argentínu í fyrsta leik riðilsins.

Argentína er með leikmenn á borð við Messi, Gonzalo Higuain, Sergio Aguero, Paulo Dybala, Angel Di Maria og er í raun hægt að telja endalaust stjörnurnar í liðinu en Messi segir þó að það verði erfitt að spila gegn Íslendingum.

,,Ef við gerum ekki góða hluti á HM þá neyðumst við allir til að hætta að spila með landsliðinu. Ísland er erfiður andstæðingur, fyrir alla þá sem hafa séð þá spila og þeir eru þéttir aftast og beita öflugum skyndisóknum. Þetta verður erfitt,“ sagði Messi.

Deila