HM 2018 | ,,Hversu ótrúlegt er það?“

Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins á Íslandi, ræddi við Sport TV eftir að dregið var í riðla fyrir HM sem fer fram í Rússlandi á næsta ári.

Íslenska landsliðið er í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu en óhætt er að segja að þetta sé einn sterkasti riðillinn á mótinu.

Hjálmar benti á frábæra punkta í viðtalinu en hann ræddi meðal annars um að Íslendingar hefðu aðeins verið 91 þúsund talsins árið 1918. Núna 99 árum síðar er Ísland á leið á stærsta knattspyrnumót í heimi.

Deila