Hendrickx í Breiðablik – Kynntur á skemmtilegan hátt

Knattspyrnudeild Breiðabliks kynnti í kvöld belgíska bakvörðinn Jonathan Hendrickx en hann kemur frá Leixoes í Portúgal.

Hendrickx var á mála hjá FH frá árinu 2014 en yfirgaf FH í sumar og fór í portúgölsku fyrstu deildina.

Hann var öflugur með FH-ingum en hefur ákveðið að snúa aftur til Íslands. Hann gerir samning við Breiðablik og var hann kynntur á ansi skemmtilegan máta, svona vægast sagt.

Ágúst Gylfason er nýr þjálfari Breiðabliks en hann hafði þjálfað Fjölni síðustu ár. Hann tók við starfinu af Milos Milojevic.

Hægt er að sjá þessa kynningu í myndbandinu hér fyrir neðan.

Deila