Handbolti | Olísdeild kvenna | Grótta enn án sigurs

Einn leikur fór fram í Olísdeild kvenna í handbolta í kvöld. Haukar tóku á móti Gróttu og fyrir leikinn voru Haukar í 2.-3.sæti ásamt ÍBV með 11 stig en Grótta var í neðsta sæti án sigurs á Íslandsmótinu. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi og ekki að sjá að þarna voru að mætast lið sem voru við sitthvorn enda töflunnar og Grótta var yfir í hálfleik 11-10.
Í seinni hálfleik tóku liðsmenn Hauka við sér og þegar hálfleikurinn var hálfnaður voru Haukar komnir í 17-15. Lokatölur urðu 23-19 fyrir Hauka og þar með eru Haukar komnir með 13 stig í 2.sæti, þremur stigum á eftir toppliði Vals. Grótta er aftur á móti enn á sigurs í deildinni og er með aðeins 2 stig í neðsta sæti.

Haukar 23-19 Grótta (10-11)
Mörk Hauka: Marina Pereira 8, Berta Rut Harðardóttir 6, Sigrún Jóhannsdóttir 4, Guðrún Erla Bjarnardóttir 2, Vilborg Pétursdóttir 1, Ragnheiður Sveinsdóttir 1, Erla Eiríksdóttir 1.
Varin skot: Elín Jóna Þrosteinsdóttir 12.
Mörk Gróttu: Lovísa Thompson 11, Elva Björg Arnarsdóttir 5, Kristjana Björk Steinarsdóttir 2, Savica Mrkik 1.
Varin skot: Soffía Steingrímsdóttir 14.

Deila