Handbolti | Karabatic-bræður dæmdir í leikbann

Franska handknattleikssambandið hefur úrskurðað bræðurna Luka og Nikola Karabatic í leikbönn í kjölfar veðmálasvindsls árið 2012 að því er fram kemur á frönsku vefsíðunni handball-store.fr. Luka Karabatic er dæmdur í 2 leikja bann sem hann getur samið um að taka út í 20 tíma samfélagsþjónustu. Nikola Karabatic hlýtur þyngri dóm; hann er dæmdur í 6 leikja bann en getur samið um að fá að taka 2 þeirra út í 20 tíma samfélagsþjónustu.

Deila