Handbolti | Japan fær sæti á HM 2019

Stjórn alþjóða handknattleikssambandsins, IHF ákvað á fundi sínum í gær að veita Japan svo kallað wildcard sæti á HM 2019. Sá háttur hefur verið á síðan á HM 2015 í Katar að IHF úthluti einni þjóð sæti á HM þar sem eyjaálfa á ekki sæti í keppninni. Þetta eru gríðarlega góðar fréttir fyrir Dag Sigurðsson og hans menn en Japan er í mikilli uppbyggingu og ætla sér að vera komnir í fremstu röð árið 2020 þegar Olympíuleikarnir fara fram í Tokyo. HM 2019 fer fram venju samkvæmt í janúar og verður keppnn haldin í Danmörku og Þýskaland.

Deila