Handbolti | Hiti í leik Kiel og Flensburg | Myndband

Það var heldur betur heitt í kolunum í leik Kiel og Flensburg í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Það hreinlega sauð allt uppúr þegar Domagoj Duvnjak leikmaður Kiel gerði sig sekan um glórulaust brot þegar hann sparkaði í Thomas Mogensen miðjumann Flensburg. En það gerði hann þegar þeir félagar áttu í smá stimpingum þegar Kiel var í hraðaupphlaupi þar sem Thomas Mogensen ýtti í bakið á Duvnjak sem féll í gólfið. Duvnjak brást þannig við að hann ákvað að sparka í bringuna á Mogensen. Dómarar leiksins gáfu Duvnjak umsvifalaust rautt spjald en Mogensen slapp með tveggja mínútna refsingu. Hér má sjá myndband af atvikinu.

Rote Karte und Rudelbildung im Nordderby

Da gings ab!😲Rote Karte und Rudelbildung im Nordderby 🛑 THW Kiel| SG Flensburg-Handewitt| DKB Handball-Bundesliga

Posted by Sky Sport Handball on Thursday, May 10, 2018

Deila