Handbolti | Gísli Þorgeir búinn að semja við Kiel

Handknattleiksmaðurinn og FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson er búinn að semja við þýska stórliðið Kiel, en þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Gísli Þorgeir semur til þriggja ára en hann fer utan eftir yfirstandandi keppnistímabil með FH. Gísli Þorgeir þykir einn efnilegasti handknattleiksmaður Íslands í dag og Kiel, sem Alfreð Gíslason þjálfar, hefur lengi fylgst með þessum 18 ára Hafnfirðingi.
Kiel er sigursælasta handknattleiksfélag Þýskalands og Alfreð hefur þjálfað þar á bæ síðan 2008. Hann lætur af störfum eftir næstu leiktíð, þ.e.a.s. sumarið 2019.

Deila