Handbolti | Aron færist nær Barcelona

Mynd: NordicPhotos/Getty

Það er útlit fyrir það að lausn sé að nást í mál Arons Pálmarssonar, en stirð hefur staðið á milli hans og ungverska liðsins Veszprém síðan í sumar eftir að Aron neitaði að æfa með liðinu.

Samkvæmt orðrómi er spænska stórliðið Barcelona búið að samþykkja að kaupa Aron frá Veszprém en ungverska liðið hefur sætt sig við að fá 700 þúsund evrur fyrir leikmanninn. Ef satt reynist þá mun Aron ganga til liðs við Barcelona á næstu tíu dögum. Það eru tvær megin ástæður fyrir því að skrið hefur komið á þetta málin á milli Veszprém og Barcelona, en þær eru að í fyrsta lagi að samkvæmt reglum EHF þá hafa liðin til 31.október til þess að bæta við leikmönnum í hópinn fyrir Meistaradeildin og þá væri leikmaðurinn gjaldgengur í nóvember. Ef það dregst fram yfir 31.október þá er leikmenn ekki löglegir fyrr en þegar úrslitakeppnin hefst í febrúar. Hin ástæðan er að Veszprém er búið að finna arftaka Arons, Petar Nenadic leikmann Füchse Berlin, en talið er að Berlínar refirnir vilji fá um 400 þúsund evrur fyrir leikmanninn.

Gangi þessi vistaskipti Arons í gegn þá mun hann verða 9.dýrasti leikmaður heims í sögu handknattleiks. En hér má sjá topp 10 listann yfir dýrustu leikmenn heims.

Deila