Handbolti | Anna Rapp fyrsta konan í framkvæmdarstjórn IHF

Sá sögulegi atburður átti sér stað í dag þegar sænska konan Anna Rapp var kosin í framkvæmdarstjórn IHF fyrst kvenna. Hún var kjörin gjaldkeri IHF á ársþingi sem fer fram í Tyrklandi núna um helgina en það þýðir að hún á einnig sæti í framkvæmdarstjórn IHF. Anna hlaut 130 atkvæði þingfulltrúa, 6 voru á móti og 7 sátu hjá.

Eins og áður segir þá er hún þar með fyrsta konan sem tekur sæti í framkvæmdarstjórn IHF en hún hafði þetta að segja um málið í viðtali við vefsíðuna handbollslandslaget.se fyrir kosninguna: „Það hefur ekki verið eitthvað sérstakt markmið mitt í lífinu að fara í þetta hlutverk. En þegar ég fékk spurninguna um þetta gat ég ekki séð hvers vegna ég ætti að segja nei. Mér finnst enn mjög gaman að starfa í kringum handbotann. Ég vil taka þátt og leggja mitt að mörkum.“

Deila