Grill66 deild kvenna | Víkingur og KA/Þór unnu góða sigra

Í gærkvöldi fóru fram 2 leikir í Grill66 deild kvenna en þá kíktu norðanstúlkur í heimsókn í Árbæinn og Afturelding tók á móti Víkingi. KA/Þór vann Fylki nokkuð sannfærandi á meðan Víkingur knúði fram sigur gegn UMFA í mjög jöfnum og spennandi leik. Á fimmtudaginn áttust svo við ÍR og FH þar sem heimastúlkur úr Breiðholtinu báru sigur úr býtum með því að skora sigurmarkið beint úr aukakasti efir að leiktíma var lokið. Umferðin klárast svo á sunnudagskvöldið kl.18.00 þegar að Fram U og HK eigast við í Safamýri.

Grill66 deild kvenna | 3.umferð
ÍR 23-22 FH
(10-7)
Mörk ÍR:Sólveig Lára Kristjánsdóttir 8, Karen Tinna Demian 4, Sara Kristjánsdóttir 4, Hildur Marín Andrésdóttir 3, Elísabet Mjöll Guðjónsdóttir 2, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 1, Stefanía Ósk Engilbertsdóttir 1.
Mörk FH:Ingibjörg Pálmadóttir 8, Fanney Þóra Þórsdóttir 4, Birna Íris Helgadóttir 4, Arndís Sara Þórsdóttir 4, Embla Jónsdóttir 1, Diljá Sigurðardóttir 1.
Afturelding 14-17 Víkingur (7-12)
Mörk Aftureldingar:Telma Rut Frímannsdóttir 6, Hildur Karen Jóhannsdóttir 2, Íris Kristín Smith 2, Ragnhildur Hjartardóttir 2, Sigrún Birna Arnardóttir 1, Jónína Líf Ólafsdóttir 1.
Mörk Víkings:Alina Molkova 7, Sigríður Rakel Ólafsdóttir 7, Steinunn Birta Haraldsdóttir 3.
Fylkir 22-27 KA/Þór (11-13)
Mörk Fylkis:María Ósk Jónsdóttir 6, Hallfríður Elín Pétursdóttir 6, Eyrún Ósk Hjartardóttir 3, Hrafnhildur Irma Jónsdóttir 3, Diljá Mjöll Aronsdóttir 2, Edda Marín Ólafsdóttir 1, Ástríður Glódís Gísladóttir 1.
Mörk KA/Þórs:Ásdís Guðmundsdóttir 5, Ásdís Sigurðardóttir 5, Ólöf Marín Hlynsdóttir 4, Katrín Vilhjálmsdóttir 4, Steinunn Guðjónsdóttir 3, Aldís Ásta Heimisdóttir 3, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 2, Auður Brynja Sölvadóttir 1.

Deila