Grill66-deild karla | Tveir reynsluboltar til liðs við KA

Mynd: www.ka.is

Handknattleikskapparnir Heimir Örn Árnason og Hreinn Þór Hauksson hafa komist að samkomulagi við KA um að spila með liðinu í vetur í Grill66-deild karla.

Heimir og Hreinn, sem báðir eru uppaldir KA-menn, eru hoknir af reynslu og koma án nokkurs vafa til með að styrkja þá gulu og bláu á komandi leiktíð. Heimir er gríðarlega snjall leikstjórnandi sem skorar mikið og Hreinn öflugur horna- og línumaður og báðir eru þeir þekktir fyrir sterkan og óbilgjarnan varnarleik.

KA leikur sinn fyrsta leik í Grill66-deildinni að kveldi föstudags, en þá kemur ungmennalið ÍBV í heimsókn.

Deila