Grill66-deild karla | KA dæmdur 10-0 sigur gegn Akureyri

Handknattleikssamband Íslands hefur dæmt KA sigur gegn grönnum sínum í Akureyri, 10-0, í leik liðanna sem fram fór í KA-heimilinu fyrir rúmri viku. Leiknum lauk með jafntefli, 20-20, en í leikmannahópi Akureyrar var leikmaður sem ekki er skráður í félagið, Arnar Jón Agnarsson, og telst hann því ólöglegur.

KA hefur nú átta stig, fullt hús, í efsta sæti Grill66-deildar karla, en Akureyri hefur sex stig í fjórða sæti.

Deila