Fótbolti | Tvær breytingar á landsliðshópi kvenna

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, hefur tilkynnt leikmannahóp sinn fyrir útileikina gegn Þjóðverjum og Tékkum í undankeppni HM 2019, en leikirnir fara fram föstudaginn 20.október og þriðjudaginn 24.október.

Tvær breytingar eru gerðar á hópnum sem valinn var fyrir Færeyjarleikinn á dögunum; Blikastúlkurnar Sonný Lára Þráinsdóttir og Selma Sól Magnúsdóttir eru kallaðir inn í hópinn í stað Hólmfríðar Magnúsdóttur og Önnu Rakelar Pétursdóttur. Selma Sól er nýliði í hópnum.

Hópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum:
Sóknarmenn
Katrín Ásbjörnsdóttir
Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Elín Metta Jensen
Fanndís Friðriksdóttir
Agla María Albertsdóttir
Miðjumenn
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Sara Björk Gunnarsdóttir
Sigríður Lára Garðarsdóttir
Dagný Brynjarsdóttir
Selma Sól Magnúsdóttir
Sandra María Jessen
Varnarmenn
Rakel Hönnudóttir
Anna Björk Kristjánsdóttir
Sif Atladóttir
Glódís Perla Viggósdóttir
Ingibjörg Sigurðardóttir
Hallbera Guðný Gísladóttir
Markmenn
Guðbjörg Gunnarsdóttir
Sandra Sigurðardóttir
Sonný Lára Þráinsdóttir

Deila