Fótbolti | Sölvi Geir er kominn heim í Víking

Sölvi Geir Ottesen hefur samið við Víking Reykjavík um að leika með liðinu í Pepsídeildinni næstu þrjú árin. Sölvi Geir er 33ja ára gamall og kemur til leiks með Víkingi í janúar en þá losnar hann frá kínverska liðinu Guangzhou R&F. Þetta er mikill fengur fyrir Víking en Sölvi Geir hefur afrekað það að verða meistari í þremur löndum, Svíþjóð, Danmörku og Tailandi.

Viðtalið við Sölva Geir Ottesen má sjá hér:

Deila