Fótbolti | Ragnar á leið til Rostov

Mynd: GettyImages/NordicPhotos

Ragnar Sigurðsson, sem hefur verið í láni hjá Rubin Kazan í Rússlandi frá Fulham, er á leið til Rostov á láni út tímabilið. Rússneskir fjölmiðlar greina frá þessu.

Ragnar, sem er samningsbundinn enska félaginu Fulham, var sendur fyrir leiktíðina til Rubin Kazan á láni en rússneska félagið á í fjárhagslegum vandræðum og getur ekki borgað leikmönnum sínum.

Rússneska félagið Rostov tekur því yfir lánssamninginn og mun hann spila með liðinu út tímabilið áður en hann snýr aftur til Fulham.

Sverrir Ingi Ingason og Björn Bergmann Sigurðarson leika þar fyrir. Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður Bristol City á Englandi, er einnig eftirsóttur af félaginu en það þykir þó ólíklegt að hann gangi til liðs við Rostov.

Deila