Fótbolti | Meistaradeild Evrópu | Goal.com raðar liðunum 16 eftir styrkleika

Mynd: NordicPhotos/Getty

Netmiðillinn Goal.com er í dag að velta fyrir sér 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og raðar liðunum í sæti eftir núverandi stöðu þeirra og styrk og sérfræðingar þeirra gefa liðunum stig.
Margt óvænt er á listanum og til að mynda eru Evrópumeistarar Real Madrid í 14.sæti. Þá er Chelsea sett í 15.sæti.
Samkvæmt spá sérfræðinganna mætast Bayern München og Juventus í úrslitum Meistaradeildarinnar í maí en Juventus hefur farið í úrslitaleikinn síðastliðin tvö ár en tapað í bæði skipti.

Listinn er eftirfarandi:

16. sæti – 12 stig – Roma
15. sæti – 13 stig – Chelsea
14. sæti – 18 stig – Real Madrid
12-13.sæti – 19 stig – Shakhtar Donetsk
12-13.sæti – 19 stig – Basel
10-11.sæti – 20 stig – Manchester United
10-11.sæti – 20 stig – Sevilla
8-9.sæti– 22 stig – Liverpool
8-9.sæti– 22 stig – Tottenham
6-7.sæti– 23 stig – Besiktas
6-7.sæti– 23 stig – Barcelona
4-5.sæti– 25 stig – Manchester City
4-5.sæti– 25 stig – Porto
3. sæti – 27 stig – Paris Saint-Germain
1-2.sæti– 30 stig – Bayern München
1-2.sæti– 30 stig – Juventus

Deila