Fótbolti | Logi Ólafsson er í skýjunum með að fá Sölva Geir

Logi Ólafsson þjálfari meistaraflokks karla í fótbolta hjá Víkingi er í skýjunum með að fá varnarmanninn sterka Sölva Geir Ottesen til liðs við félagið. Samkvæmt heimildum Sport.is voru nokkur félög á eftir Sölva Geir, þar á meðal voru KA og FH. Sölvi Geir hóf sinn feril hjá Víkingi 2001 og lék með þeim til 2004 en þá hélt hann út í atvinnumennsku og lék með Djurgården í Sviþjóð. Hann er sem sagt kominn heim eftir 13 ár í heimi atvinnumennskunnar.

Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Loga Ólafsson:

Deila