Fótbolti | Cavani á förum frá PSG ?

Mynd: NordicPhotos/Getty

Líkur hafa aukist á að Edinson Cavani, leikmaður Paris Saint German, fari frá félaginu í janúar næstkomandi.
Cavani og Neymar lenti illa saman í leik liðanna um síðustu helgi þegar Cavani fékk vítaspyrnu. Þeir „félagar“ fóru þá að rífast um hvor ætti að taka spyrnuna sem endaði með því að Cavani skaut og brenndi af. Ástæða riflildis þeirra er talið vera að þeir eru báðir með ákvæði í samningi sínum um að ef leikmaðurinn er markahæstur í deildinni þá kemur auka bónusgreiðsla.
Neymar er sagður hafa farið fram á við eigendur PSG að Cavani verði seldur strax í janúar næstkomandi.
Mörg lið eru spennt fyrir þessum mikla markaskorara. Ítölsku liðin Inter, Juventus og Napoli en Cavani lék með Napoli 2010 til 2013 og skoraði þá 104 mörk. Ekki eru þó taldar miklar líkur á að hann fari til Ítalíu þar sem ensku liðin Chelsea og Everton eru talin vilja fá kappann sem og spænska stórliðið Real Madrid og Borussia Dortmund frá Þýskalandi.
Þessi þrítugi framherji hefur skorað 95 mörk í 139 leikjum fyrir PSG síðan hann kom til félagsins 2013.

Deila